Leita að breskum ferðamanni

Samkvæmt AFP fréttastofunni er ekki nægilega vel gætt að öryggisatriðum …
Samkvæmt AFP fréttastofunni er ekki nægilega vel gætt að öryggisatriðum hjá bátum á svæðinu, og eru ferðamenn sjaldnast látnir fá björgunarvesti. Wikipedia

Leit stendur nú yfir undan ströndum Koh Samui í Taílandi, að breskum ferðamanni sem var um borð í báti sem hvolfdi á fimmtudag. Þrjátíu og tveir ferðamenn voru um borð í bátnum ásamt fjögurra manna áhöfn, en bátnum hvolfdi eftir að stór alda skall á honum. Að minnsta kosti þrír létu lífið; ferðakonur frá Bretlandi, Þýskalandi og Hong Kong. 

Aðstæður hafa verið erfiðar til leitar á svæðinu, en AFP-fréttastofan hefur eftir upplýsingum frá lögreglu að fjörutíu björgunarmenn komi að leitinni í dag. 

Maðurinn var á ferðalagi með eiginkonu sinni, en hún komst lífs af eftir slysið. 

Samkvæmt AFP-fréttastofunni er ekki nægilega vel gætt að öryggisatriðum hjá bátum á svæðinu og eru ferðamenn sjaldnast látnir fá björgunarvesti. 

Lögregla hefur ákært skipstjóra bátsins fyrir vanrækslu í starfi sínu, sem hafi leitt til slyssins. Á hann yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert