Má greiða meðlagið með pítsum

Dómstóll í borginni Padua á Ítalíu féllst nýverið á að karlmanni væri heimilt að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni meðlag í pítsum. Manninum hafði verið gert að greiða konunni 300 evrur (um 42 þúsund krónur) á mánuði með dóttur þeirra í kjölfar þess að þau slitu samvistir.

Maðurinn, sem starfar sem pítsubakari, vildi greiða meðlagið í pítsum en konan var ekki sátt við það. Eftir að maðurinn hafði greitt meðlagið með þessum hætti um tíma ákvað konan að fara með málið fyrir dómstóla. Sakaði hún hann um að greiða ekki meðlagið.

En dómarinn Chiara Bitozzi dæmdi manninum í vil með þeim rökum að tekjur hans stæðu ekki undir fullri greiðslu í peningum. Fréttavefurinn Thelocal.it greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert