Þrír létust í óveðri í Þýskalandi

Mikil flóð hafa verið í suðurhluta Þýskalands og hafa bílar …
Mikil flóð hafa verið í suðurhluta Þýskalands og hafa bílar ekki komist leiðar sinnar. AFP

Að minnsta kosti þrír hafa dáið og þó nokkrir til viðbótar slasast í miklu óveðri í suðurhluta Þýskalands.

Í Schwäbisch Gmünd, skammt frá borginni Stuttgart, lést slökkviliðsmaður er hann reyndi að bjarga manni sem hafði komist í sjálfheldu á lestarstöð. Ekki er vitað hvort maðurinn hafi bjargast.

Í Weissbach lést sextugur karlmaður í flóði í bílageymslu í gær.

Samkvæmt yfirvöldum í ríkinu Baden-Wuerttemberg hafa innan við tíu slasast.

Bjarga þurfti fjölda fólks úr bílum sínum eftir að það komst ekkert áleiðis vegna flóða.

Að sögn yfirvalda í Baden-Wuerttemberg voru um sjö þúsund slökkviliðsmenn, lögreglumenn og björgunarstarfsmenn kallaðir út vegna um 2.200 atvika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert