Eldflaugarskot N-Kóreu misheppnast

Mynd af eldflaugaskotið sem norðurkóresk stjórnvöld birtu í apríl.
Mynd af eldflaugaskotið sem norðurkóresk stjórnvöld birtu í apríl. AFP

Tilraun Norður-Kóreumanna til að skjóta eldflaug á loft virðist hafa misheppnast í gærkvöldi, að sögn suðurkóreska hersins. Eldflaugarskotið átti sér stað undan austurströnd landsins en eldflaugin gæti í kenningunni náð til Japan eða bandaríska yfirráðasvæðisins Gvam. 

Sameinuðu þjóðirnar hafa bannað Norðanmönnum að gera tilraunir með langdrægar eldflaugar. Þrátt fyrir það gerðu stjórnvöld í Pyongyang þrjár misheppnaðar tilraunir með meðaldrægu Musudan-eldflaugina í apríl.

Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug notuð var við tilraunina sem fór fram snemma morguns að staðartíma. Líkur hafa hins vegar verið leiddar að því að um Musudan-eldflaug hafi verið að ræða. Engin tilraun með slíkar eldflaugar hafa heppnast fram að þessu.

Spenna hefur ríkt á svæðinu vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna og fjölda eldflaugatilrauna. Norður-kóresk stjórnvöld hafa fullyrt að þeim hafi tekist að komast kjarnaoddi á eldflaug en sérfræðingar hafa tekið þeirri fullyrðingu með efasemdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert