Trump sagður vitur stjórnmálamaður

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Vitur stjórnmálamaður og forsetaframbjóðandi með framtíðarsýn. Svona er Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, lýst í ritstjórnargrein í norðurkóreska dagblaðinu DPRK Today, í dag. Fjölmiðillinn, sem er ríkisrekinn, er opinber miðill ríkisins. 

Var það stefna Trump gagnvart Asíu sem heillaði höfund greinarinnar, fræðimann að nafni Han Yong Mook. „Trump sagði að hann myndi ekki taka þátt í stríðinu á milli suðursins og norðursins,“ sagði í greininni. „Er þetta ekki heppilegt frá sjónarhorni Norður-Kóreumanna?“

Þá sagði Mook að „margar jákvæðar hliðar“ séu á málflutningi Trump, en auk þess kallaði hann Hillary Clinton „sljóa” og „bitlausa.”

Aidan Foster-Carter, prófessor við háskólann í Leeds, sagði í samtali við fréttastofuna NK News að það væri „mjög sláandi“ að opinber miðill Norður-Kóreu skyldi birta slíka grein. Þrátt fyrir að með greininni væri ríkisstjórnin ekki beint að tjá sig, væri verið að senda ákveðin skilaboð. 

Trump sagði nýlega að hann væri viljugur til að hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu, til að ræða kjarn­orku­áætlun Asíu­rík­is­ins. Slík­ur fund­ur myndi marka stór­fellda breyt­ingu í stefnu Banda­ríkj­anna gagn­vart Norður-Kór­eu.

Norður-Kórea gerði fyrstu til­raun­ir sín­ar með kjarn­orku­vopn árið 2006, þvert gegn alþjóðasátt­mál­um og hef­ur end­ur­tekið hótað Suður-Kór­eu og Banda­ríkj­un­um kjarn­orku­árás­um. Í síðasta mánuði sagði Trump að Banda­rík­in ættu að hætta að koma í veg fyr­ir að banda­menn þeirra, Jap­an og Suður-Kórea, eignuðust kjarn­orku­vopn en sú yf­ir­lýs­ing er hróp­andi mót­sögn við langvar­andi stefnu Banda­ríkj­anna gegn út­breiðslu kjarna­vopna. Í viðtali Reu­ters kallaði Trump einnig eft­ir því að samið yrði um Par­ís­arsátt­mál­ann, þar sem yfir 170 lönd hétu því að minnka los­un kol­efna, á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert