70,9% Norðmanna vilja ekki í ESB

mbl.is/Hjörtur

70,9% Norðmanna eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið samkvæmt nýrri könnun sem gerð var af fyrirtækinu Sentio fyrir norska dagblaðið Klassekampen

19,76% aðspurðra vildu ganga í Evrópusambandið en 9,5% sögðust óákveðnir. Hefur andstaða við Evrópusambandið í könnun Sentio aukist jafnt og þétt frá árinu 2010 þegar andstaðan var tæplega 45% en stuðningur við Evrópusambandsaðild var rúmlega 40%. 

Andstaðan við aðild er mest hjá fólki undir 30 ára aldri, eða 75,5%. Hvað varðar flokkadrætti þá eru kjósendur Miðflokksins, Kristilega þjóðarflokksins og Rautt andsnúnastir aðild þar sem yfir 90% kjósenda vilja ekki að Noregur gangi í sambandið.

Mesta stuðninginn við aðild að Evrópusambandinu er að finna á meðal kjósenda í Ósló þar sem 24% styðja aðild. Á landsbyggðinni eru 82% andsnúnir aðild.

Svipuð könnun var gerð í Svíþjóð fyrir Gautaborgar-póstinn. Þar var staðan önnur en 72% aðspurðra vildu að Svíþjóð yrði áfram í Evrópusambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert