Þurftu að hörfa frá Raqa

Sýrlenskir hermenn skammt frá Raqa í síðasta mánuði. Mynd úr …
Sýrlenskir hermenn skammt frá Raqa í síðasta mánuði. Mynd úr safni. AFP

Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams ráku hermenn Sýrlandshers úr Raqa-héraði í dag og drápu fjölmarga hermenn í blóðugri árás sem hófst í gærkvöldi. Var hún svar við sókn stjórnarhersins í Raqa sem hófst 3. júní síðastliðinn.

Stjórnarherinn hafði þá ekki komist inn í Raqa í tvö ár en með stuðningi loftárása Rússa á svæðinu hefur herinn verið í stórsókn síðustu misseri. 

Rúmlega 280.000 hafa látið lífið í stríðinu í Sýrlandi og milljónir þurft að flýja heimili sín.

Samtökin The Syrian Observatory for Human Rights greindu frá því í dag að stjórnarherinn hafi verið hrakin frá Raqa. Eiga liðsmenn Ríkis íslams að hafa sent mörg hundruð menn frá Raqa-borg til þess að verja bæinn Tabqa sem stjórnarliðar stefndu að ná á sitt vald.

Samkvæmt tilkynningu The Syrian Observatory for Human Rights létu rúmlega 40 hermenn lífið en ekki er vitað hversu margir féllu innan Ríkis íslams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert