Taldir hafa njósnað um lögreglumenn

Mennirnir eru grunaðir um að hafa njósnað um lögreglumenn.
Mennirnir eru grunaðir um að hafa njósnað um lögreglumenn. AFP

Þrír menn sem taldir eru tengjast Larossi Abballa, sem drap tvo lögreglumenn fyrir framan barn þeirra í úthverfi Parísar fyrr í mánuðinum, voru handteknir í dag. Eru þeir grunaðir um að hafa njósnað um aðra lögreglumenn.

Mennirnir voru handteknir í úthverfum Parísar, Mureaux og Mantes-la-Jolie, en þar bjó einmitt Abballa sem var skotinn til bana af lögreglu eftir að hann drap parið á heimili þeirra 13. júní síðastliðinn. Einn af þeim sem var handtekinn í dag er á lista franskra yfirvalda yfir grunaða hryðjuverkamenn.

Mennirnir eru grunaðir hafa njósnað um fólk á viðburði lögreglumanna í héraðinu Yvelines, vestan við París. Er núna verið að skoða hvort þeir tengist á einhvern hátt drápunum á Jean-Baptiste Salvaing og Jessica Schneider á heimili þeirra í Magnanville, einnig í Yvelines.

Abballa drap Salvaign áður en hann tók Schneider í gíslingu og skar hana á háls. Þriggja ára sonur parsins var á heimilinu en slapp ómeiddur fyrir utan andlegt áfall. Árásarmaðurinn birti myndband í beinni á Facebook innan úr húsinu, lýsti yfir hollustu við Ríki íslams og hvatti aðra liðsmenn til þess að halda blóðbaðinu áfram.

Fyrri frétt mbl.is: Var hliðhollur Ríki íslams

Jean-Baptiste Salvaing og Jessica Schneider voru myrt af Abballa.
Jean-Baptiste Salvaing og Jessica Schneider voru myrt af Abballa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert