Milljónir teygja sig og beygja á alþjóðlega jógadeginum

Alþjóðlegi jógadagurinn er í dag og taka milljónir þátt í jógaæfingum í tilefni dagsins. Narendrav Modi, forsætisráðherra Indlands, lýsti jóga sem fjöldahreyfingu er hann tók fram jógadýnuna ásamt milljónum annarra sem halda jógadaginn hátíðlegan í dag með því að stunda þessari fornu líkamsrækt. Modi fór fyrir hópi 30.000 jógaiðkenda í borginni Chandigarh.

Um allt Indland beygðu skólabörn, fiskimenn, hermenn og skrifstofufólk sig og teygðu, er þau tóku þátt í hópæfingum jóga utandyra. Er þetta í annað skipti sem alþjóðlegi jógadagurinn er haldinn hátíðlegur.

Boðað var til hópæfinga í jóga víða annars staðar í heiminum, m.a. við óperuhúsið í Sydney þar sem litríkar dýnur blöstu við fyrir utan þetta þekkta ástralska kennileiti. Þá söfnuðust Afganar og erlendir borgarar saman við indverska sendiráðið í Kabúl til að taka þátt í sameiginlegri jógaæfingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert