Tugir létu lífið vegna eldinga

Monsúmtíminn stendur frá júní og fram í september.
Monsúmtíminn stendur frá júní og fram í september. AFP

Að minnsta kosti 79 létu lífið vegna eldinga í indversku héruðunum Bihar, Jharkhand og Madhya Pradesh í gær. 53 létu lífið í Bihar, tíu í Bharkhand og að minnsta kosti 16 í Madhya Pradesh.

Flestir sem dóu voru að starfa utandyra á bóndabýlum í mikilli rigningu en eldingar eru algengar á monsúntímanum á Indlandi. Að minnsta kosti 2.000 manns hafa látíð lífið vegna eldinga á Indlandi á ári hverju síðan 2005.

80% regns í Indlandi fellur á monsúntímanum á ári hverju, sem stendur yfir frá júní og fram í september.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert