Á sjötta tug látnir vegna óveðurs

Kínverskur björgunarmaður að störfum.
Kínverskur björgunarmaður að störfum. AFP

Í það minnsta 51 er látinn og tugir slasaðir eftir óveður í austurhluta Kína, samkvæmt kínverskum ríkisfjölmiðlum.

Hvirfilbylur skall á svæði nærri borginni Yancheng í Jiangsu-héraði, þar sem fjöldi fólks slasaðist og vegir lokuðust. Ofsaregn, eldingar og haglél hafa herjað á héraðið og lagt fjölda heimila í rúst.

Miklar rigningar og stormar hafa verið í suður- og austurhluta Kína undanfarnar vikur, sem fylgt hafa flóð með tilheyrandi eyðileggingu. Eðlilegt er að mikið rigni á svæðinu á þessum tíma árs, þegar monsúntímabilið stendur yfir, en regnið í ár er þó óvenju mikið og eru stórar ár á svæðinu vatnsmeiri nú en árið 1998, þegar mikil flóð urðu á svæðinu, sem hafði áhrif á 180 milljónir manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert