Eldur kom upp í fangelsi

Frá Kúveit. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Frá Kúveit. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Einn fangi lést og 56 slösuðust í eldsvoða í fangelsi í Kúveit í dag. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti landsins sem sagði á vefsíðu sinni að eldsvoðinn hefði komið upp í álmu ætlaðri föngum sem dæmdir hafa verið fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöf landsins.

Kalla þurfti út mannskap frá sex slökkvistöðvum til að ráða niðurlögum eldsins.

Þrjátíu fangar dveljast nú á sjúkrahúsi fangelsisins en aðrir voru færðir á aðra spítala. Upptök eldsins eru óljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert