John Ashe látinn

John Ashe.
John Ashe.

John Ashe, fyrrum forseti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, lést í gær, 61 árs að aldri.

Ashe gegndi forsetaembættinu frá september 2013 til september 2014 en þar áður var hann sendiherra Antígva og Barbúda gagnvart Sameinuðu þjóðunum.

Hann lést á heimili sínu í New York, að sögn lögreglunnar. Dánarorsök er ekki kunn á þessari stundu.

Ashe var í október á síðasta ári ákærður fyrir mútuþægni og skattsvik. Hneykslismálið tengist kínverskum fjárfestum en talið er að hann hafi þegið yfir eina milljón Bandaríkjadala frá þeim.

Fjármagnið á hann að hafa notað til þess að kaupa Rolex-úr, jakkaföt, BMW sportbíl og jafnvel einkakörfuboltavöll, að því er segir í frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert