Segja byssumanninn ekki hryðjuverkamann

Lögregla telur að gíslatökumaður sem skotinn var til bana í kvikmyndahúsi í Viernheim í Þýskalandi í dag hafi verið „áttavilltur einstaklingur“ fremur en hryðjuverkamaður.

„Við höfum engar vísbendingar varðandi tilefni [gíslatökunnar] en við getum sagt með vissu að að baki henni bjuggu ekki hvatir íslamista.“

Byssumaðurinn tók fjölda gesta kvikmyndahússins í gíslingu en enginn slasaðist eða særðist af hans völdum. Hann mun hafa verið grímuklæddur og hleypt af skotum inni í byggingunni.

Skotvopnaglæpum í Þýskalandi hefur fækkað um fjórðung frá árinu 2010  samkvæmt The Guardian sem segir sérfræðinga telja þar um að þakka hertri skotvopnalöggjöf í kjölfar runu stórra skotárása, þar á meðal morða á 15 manns í skóla í nágrenni Stuttgart í mars 2009.

Þýskaland er eina landið í heiminum þar sem hver sá sem sækir um skotvopnaleyfi fyrir 25 ára aldur þarf að gangast undir sálfræðimat.

Frétt mbl.is: Skotárás í Þýskalandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert