Brak hugsanlega úr MH370

Vélar Malaysia Airlines.
Vélar Malaysia Airlines. AFP

Flugvélarbraki sem talið er að gæti verið úr flugvél Malaysia Airlines úr flugi MH370, sem hvarf sporlaust í mars 2014, hefur skolað á land á eyju undan austurströnd Afríku.

Frá þessu greinir samgöngumálaráðherra Ástralíu, Darren Chester, sem hefur umsjón með leitinni að vélinni. Brakið fannst á Pemba-eyju, sem tilheyrir Tansaníu.

Braki úr vélinni hefur skolað á strendur Indlandshafs síðasta ár, en farangri sem talinn er úr vélinni skolaði á land á Madagaskar fyrr í þessari viku. Styður það þá kenningu að vélin hafi hrapað í hafið suðvestur af Ástralíu.

Frétt mbl.is: Fann töskur á ströndinni

Stórir hlutar vélarinnar, á borð við hluta skrokks hennar, hafa ekki fundist, en leitarflokkar munu ljúka leit á 120.000 ferkílómetra svæði í ágúst og ekki eru áform um að halda leit áfram eftir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert