Færa áhersluna fram á við

AFP

Kosningar gærdagsins um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu munu hafa gríðarleg áhrif fyrir Bretland, Evrópusambandið og alþjóðasamfélagið. Þrátt fyrir að niðurstaðan sé önnur en sú sem OECD mælti með þarf áherslan nú að færast til framtíðar og á að eiga við afleiðingar hennar.

Svo segir í yfirlýsingu OECD vegna Brexit en þar segir jafnframt að OECD muni gera allt í sínu valdi til að styðja bresku ríkisstjórnina í að gera breytingarferlið eins hnökralaust og mögulegt er.

„Við munum einnig hjálpa Evrópusambandinu og alþjóðasamfélaginu að takast á við afleiðingar slíkrar ákvörðunar og kortleggja leiðina fram á við. OECD trúir að einlægni, sameining og fjölbreytni muni gera efnahag okkar og samfélög sterkari og sanngjarnari. Þar af leiðandi munum við halda áfram að styðja við Evrópuverkefnið á meðan við ígrundum frekar hvernig styrkja megi velferð og samhygð bæði innan landa okkar og um allan heim.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert