„Mikilvægt að allir haldi ró sinni“

Stuart Gill, sendiherra Breta á Íslandi, segir mikilvægt að allir haldi ró sinni eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Enn um sinn verði landið hluti af sambandinu í að minnsta kosti tvö ár til viðbótar. Úrslitin segir hann hafa komið mörgum á óvart enda hafi skoðanakannanir bent til að þess að aðildarsinnar myndu hafa betur.

Skilaboð enskra stjórnvalda væru þau að fjárhagslegur stöðugleiki væri tryggður og að ekkert myndi breytast um sinn eða þar til að búið væri að ganga frá útfærslum á útgöngu Breta úr sambandinu. Hann ræddi bæði við Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra fyrr í dag og sagði niðurstöðu þess samtals vera að samband Íslands og Bretlands væri sterkt og myndi halda áfram að vera það.

mbl.is ræddi við Gill í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert