Sanders mun kjósa Clinton

Bernie Sanders ætlar að gera allt sem hann getur til …
Bernie Sanders ætlar að gera allt sem hann getur til að Donald Trump verði ekki forseti Bandaríkjanna. AFP

Bernie Sanders upplýsti í dag að hann muni kjósa Hillary Clinton, fyrrum keppinaut sinn, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember.

MSNBC-sjónvarpsstöðin spurði Sanders hvort hann ætli að gefa Clinton atkvæði sitt eftir harða kosningabaráttu milli þeirra tveggja um útnefningu Demókrataflokksins og svaraði Sanders því játandi.

Hann hefur þó ekki lýst yfir fullum stuðningi við Clinton. „Ég tel að málið núna sé að ég ætla að gera allt sem á mínu valdi er til að sigra Donald Trump,“ sagði Sanders og vísaði þar til hins umdeilda forsetaefnis Repúblikanaflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert