Föst í verslunarmiðstöð vegna flóða

Það glittir í tröppur þar sem áður stóð hús en …
Það glittir í tröppur þar sem áður stóð hús en nú er aðeins vatn og aur. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir hamfaraástandi í Vestur-Virginíu þar sem stærstu flóð ríkisins í hálfa öld hafa kostað í það minnsta 24 einstaklinga lífið.

Obama hefur skipað fyrir um að þær þrjár sýslur sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á flóðunum fái styrki frá alríkisstjórninni fyrir tímabundnu húsnæði, sjúkrakostnaði og viðgerðum. Yfir 30.000 heimili og fyrirtæki eru rafmagnslaus.

Aur og brak liggur yfir því sem áður var garður …
Aur og brak liggur yfir því sem áður var garður við heimili í Vestur Virginíu. AFP

Mikil rigning á fimmtudag breytti ám og lækjum í mikinn vatnsflaum sem lokaði á rafmagn til margra bæja. Hundruðum manna hefur verið bjargað af heimilum sínum vegna vatnsflaumsins. Rigning fimmtudagsins samsvaraði fjórðungi af þeirri rigningu sem yfirleitt fellur í Vestur-Virginíu á ári hverju.

Skúr sem lagðist á hliðina i flóðinu.
Skúr sem lagðist á hliðina i flóðinu. AFP

Yfir 100 heimili eru gjöreyðilögð og voru sum þeirra rifin upp af undirstöðum sínum. Björgunarmenn björguðu fólki í gegnum glugga á efri hæðum húsa, af trjátoppum og þökum bíla. Meðal þeirra sem bjargað var er 97 ára kona og fimm manna fjölskylda, þar af eitt kornabarn. Um 500 manns sátu fastir í verslunarmiðstöð á meðan björgunarsveitir börðust við að byggja nýja malarvegi til að ná til þeirra. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í 44 sýslum af 55 í ríkinu og um 500 hermenn hafa verið kallaðir út til að aðstoða við björgunaraðgerðir.

Heimili þessa manns er illa leikið eftir flóðið.
Heimili þessa manns er illa leikið eftir flóðið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert