Vonast til að verða varaforsetaefni

Donald Trump ræðir við blaðamenn á golfvellinum sínum í Skotlandi.
Donald Trump ræðir við blaðamenn á golfvellinum sínum í Skotlandi. AFP

Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, segir að margir sækist eftir því að verða varaforsetaefni hans. Þetta sagði hann við blaðamenn á golfvelli sínum í Aberdeen í Skotlandi í gær. 

Hann segir að margir þeirra sem sýnt hafi stöðunni áhuga séu vel til þess hæfir. Þó hafi ýmsir einnig látið vita að þeir hafi einmitt engan áhuga á að bjóða sig fram við hlið hans. 

„Ég get sagt ykkur eitt, ég er að fá símtöl frá fullt af fólki og það vill þetta,“ sagði Trump við fréttamann CNN. „Eina fólkið sem segist ekki vilja þetta er fólk sem var aldrei spurt. Ókei?“ sagði Trump enn fremur.
Trump ætlar að tilkynna það á flokksþingi Repúblikanaflokksins í næsta mánuði hver verður varaforsetaefni hans. Kosningateymi hans hefur sagt að líklega verði einhver með mikla reynslu úr stjórnmálum fyrir valinu. Trump hefur enga slíka reynslu.
Kosningastjóri Trumps segir að í kringum fjögur nöfn séu á listanum yfir þá sem líklegastir eru til að hreppa hlutverkið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert