Mega ekki snúa baki við Evrópu

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í þinginu í dag.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í þinginu í dag. AFP

Bretland má ekki snúa baki við Evrópu eða öðrum löndum heimsins, jafnvel þótt það sé að segja skilið við Evrópusambandið. Þetta sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á þingi landsins í dag, en í síðustu viku kusu Bretar með því að ganga úr sambandinu.

„Bretland er að ganga úr Evrópusambandinu en við megum ekki snúa baki við Evrópu eða restinni af heiminum,“ sagði Cameron og bætti við: „Við verðum að ákveða hvers konar samband við viljum eiga við Evrópusambandið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert