Rússíbani fór út af sporinu

Fimm bátar fóru út af sporinu.
Fimm bátar fóru út af sporinu. Skjáskot/Youtube

Tíu slösuðust er rússíbani fór út af sporinu í skemmtigarði í Skotlandi í gærkvöldi. Vitni segja að mikið öngþveiti hafi myndast á svæðinu er starfsmenn og gestir í garðinum reyndu að komast að hinum slösuðu til að hlúa að þeim.

Atvikið átti sér stað í M&D-skemmtigarðinum í Motherwell. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar segir að tveir fullorðnir og átta börn hafi slasast og verið flutt á sjúkrahús. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl þeirra eru.

Rússíbaninn heitir Tsunami, eða Flóðbylgjan. Fimm bátar, sem fólkið sat í, fóru út af sporinu og enduðu á jörðu niðri. Níu voru um borð er slysið varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert