Einn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna

Shanika Minor er talin afar hættuleg.
Shanika Minor er talin afar hættuleg. Skjáskot/CBS

Shanika Minor, 24 ára gömul kona frá Wisconsin, er nýjasta viðbót við lista FBI yfir 10 hættulegustu eftirlýstu glæpamennina í Bandaríkjunum eftir að Minor myrti nágrannakonu móður sinnar. Nágrannakonan var ólétt og lést fóstrið sömuleiðis.

Nágrannakonan og móðir Minor voru að rífast eftir að nágrannakonan hafði spilað háværa tónlist að nóttu til. Minor gekk þá yfir til nágrannakonunnar til að ræða málin. Þar stigmagnaðist rifrildið áður en móðir Minor róaði þær báðar niður. Hafði Minor þá dregið fram skotvopn, en beitti því ekki.

Nóttina eftir fór Minor aftur yfir til nágrannakonunnar með skotvopn. Móðir hennar reyndi aftur að stöðva Minor en tókst það ekki. Minor gekk að nágrannakonunni og skaut hana til bana. Nágrannakonan átti að eiga barnið vikuna eftir, en barnið lét einnig lífið. Minor flúði vettvang og hefur ekkert heyrst né sést til hennar eftir atvikið.

FBI hefur lofað 100 þúsund dollurum til handa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku hennar. Talið er að hún sé vopnuð og hættuleg.

Sjá frétt CBS News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert