Ætla ekki að semja við Skota

Mariano Rajoy er starfandi forsætisráðherra Spánar.
Mariano Rajoy er starfandi forsætisráðherra Spánar. AFP

Starfandi forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, segir að stjórnvöld þar í landi séu á móti því að fara í sérstakar viðræður við Skota um að þeir verði áfram í Evrópusambandinu.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi leiddi í ljós að Skotar voru fylgjandi áframhaldandi veru í sambandinu.

„Spænska ríkisstjórnin er á móti öllum samningaviðræðum við aðra en bresk stjórnvöld. Bretland fer og með því allir þá sem tilheyra Bretlandi,“ sagði Rajoy í kjölfar fundar leiðtoga 27 ESB-ríkja í Brussel í dag.

Fundurinn var haldinn til að ræða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert