Leita týndra barna

Börnin eru villt í þoku í fjalllendi.
Börnin eru villt í þoku í fjalllendi. Ljósmynd/Brecon Beacons Park Society

Leit er hafin að 24 börnum sem eru týnd í fjalllendi í Brecon Beacons-þjóðgarðinum í Wales. Leitin hófst eftir hádegi í dag og taka þrjú teymi fjallabjörgunarmanna þátt í henni sem og lögreglan.

Sá sem fer fyrir björguninni segir í samtali við BBC að vitað sé nokkurn veginn hvar börnin eru stödd en þau séu hins vegar villt í þoku. Talið er að tvö þeirra hafi ofkælst og þurfi hjálp sem allra fyrst.

Börnin eru ekki í fylgd með fullorðnum og hefur lögreglan verið í samskiptum við þau í gegnum síma.

Börnin eru frá Englandi. Þau eru á táningsaldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert