Felldu liðsmenn Ríkis íslams í loftárásum

Íraskir hermaður gengur fram hjá flaki bifreiða Ríkis íslams sem …
Íraskir hermaður gengur fram hjá flaki bifreiða Ríkis íslams sem voru sprengdar í loft upp í loftárásum Íraka og Bandaríkjamanna. AFP

Íraskir embættismenn segja að fleiri en 260 farartæki hafi verið eyðilögð og að minnsta kosti 150 liðsmenn Ríkis íslams drepnir í loftárásum þar sem þeir flúðu frá Fallujah. Þá hafi hermenn lagt hald á töluvert magn skotfæra og vopna.

Loftárásirnar hófust seint á þriðjudag þegar liðsmenn Ríkis íslams reyndu að forða sér frá síðasta vígi sínu sunnan við Fallujah á hundruð farartækjum með vopn og skotfæri. Svo virðist sem að þeir hafi stefnt í áttina að þeim svæðum sem samtökin stjórna enn við landamærin að Sýrlandi.

Fleiri vígamenn voru felldir á bílalest sem var á leið norðvestur frá Fallujah í loftárásum íraskra og bandarískra herþotna.

Íraskir hermenn hafa nú náð fullu valdi á Fallujah eftir miklar hernaðaraðgerðir sem hófust í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert