Má eiga frosin egg látinnar dóttur sinnar

Eggin eru geymd hjá tæknifrjóvgunarstofnun í Bretlandi.
Eggin eru geymd hjá tæknifrjóvgunarstofnun í Bretlandi. AFP

Sextug bresk kona hefur unnið mál fyrir dómstólum og má því nota frosin egg úr látinni dóttur sinni og þannig ganga með barnabarn sitt.

Dóttir konunnar lést árið 2011 úr krabbameini. Móðir hennar fór með mál sitt fyrir dómstóla og bað um að sér yrði leyft að uppfylla ósk dóttur sinnar, sem var einkabarn hennar. 

Lögmenn móðurinnar sögðu m.a. að ef dómararnir þrír myndu hafna beiðninni myndi eggjunum verða eytt.

En dómurinn dæmdi móðurinni í vil.

Við meðferð málsins kom fram að dóttirin hafi þráð að eignast barn og beðið móður sína að ganga með það.

Tæknifrjóvgunarstofnunin neitaði hins vegar móðurinni um að fá eggin í september árið 2014 en hún og eiginmaður hennar ætluðu að fara með eggin í tæknifrjóvgunarstöð í Bandaríkjunum og notast við gjafasæði til að frjóvga þau.

Stofnunin sagði að dóttirin hefði ekki gefið skriflegt samþykki sitt og því mætti ekki fara með eggin úr landi. 

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert