Skrjóðar bannaðir á götum Parísar

Lögreglan kannar útblástur gamalla bíla í París í dag.
Lögreglan kannar útblástur gamalla bíla í París í dag. AFP

Frá og með deginum í dag mega bílar framleiddir fyrir árið 1997 ekki aka um götur Parísarborgar á milli kl. 8 á morgnana og 20 á kvöldin á virkum dögum. Er þetta gert til að draga úr mengun.

Teymi lögreglumanna var á ferðinni í morgun að gefa bílstjórum gamalla skrjóða viðvaranir en bráðlega eiga þeir von á sektum, 35 evrum, fyrir að brjóta bannið.

Borgarráð Parísar tók þessa ákvörðun til að reyna að draga úr mengun en hún fer reglulega yfir viðmið Evrópusambandsins. Mengunin er það mikil að talið er að hún hafi áhrif á lífslíkur borgarbúa. 

Helmingur mengunarinnar rakinn til bíla sem eru tíu ára eða eldri.

Í dag tók einnig gildi bann við afhendingu þunnra plastpoka í verslunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert