Keisarinn ætlar að stíga til hliðar

Akihito, keisari Japans.
Akihito, keisari Japans. AFP

Akihito, keisari Japans, ætlar að leggja niður völd á næstu árum, að sögn ríkisfjölmiðilsins NHK. Keisarinn er orðinn 82 ára gamall og hefur átt við heilsubrest að stríða síðari ár. Hann hefur verið þjóðhöfðingi landsins í 27 ár en afsögn keisara er fordæmalaus í samtímasögu Japans.

Í frétt BBC kemur fram að Akihito vilji ekki halda áfram að gegna embættinu ef hann þarf að draga úr opinberum skyldum sínum. Elsti sonur hans, Naruhito krónprins, er næstur í erfðaröðinni en hann er 56 ára gamall.

AP-fréttastofan segir að síðasta dæmið um að nýr keisari hafi tekið við af lifandi keisara hafi verið fyrir um tvö hundruð árum. Akihito tók við af föður sínum Hirohito árið 1989. Hann hefur hlotið lof fyrir að fjarlægja keisaradæmið öfgaþjóðernishyggju sem það var bendlað við á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.  

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert