Bretland mun ekki yfirgefa Evrópu

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að þrátt fyrir að Bretland ætli að yfirgefa ESB þýði það ekki að það ætli að yfirgefa Evrópu.

„Við verðum að virða vilja fólksins úr þjóðaratkvæðagreiðslunni en það þýðir ekki að við séum að yfirgefa Evrópu á nokkurn hátt,“ sagði Johnson.

Hann vísaði einnig á bug gagnrýni á skipan hans sem utanríkisráðherra er hann ræddi við fréttamenn fyrir utan utanríkisráðuneytið. 

„Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 23. júní er óhjákvæmilegt að það hrynji aðeins niður úr loftum kanslaraembætta Evrópu,“ sagði hann.

Hann gerði einnig lítið úr ummælum franska utanríkisráðherrans Jean-Marc Ayrault um að hann hefði „logið mikið“ meðan á Brexit-herferðinni stóð. Sagðist Johnson eingöngu hafa fengið „heillandi bréf“ frá hinum franska kollega sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert