„Við komumst í gegnum þetta“

Erdogan ræddi við fréttakonuna í gegnum Skype á síma.
Erdogan ræddi við fréttakonuna í gegnum Skype á síma. Skjáskot af Sky News

Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, sagði í símaviðtali við fréttastofuna CNN Turk rétt í þessu að Tyrkir ættu að fara út á götu og mótmæla valdaráninu í landinu. Þá sagðist hann jafnframt vera á leið til höfuðborgarinnar Ankara en samkvæmt BBC var hann í fríi á Marmaris þegar að fregnir af valdaráninu bárust. 

Erdogan ræddi við fréttakonu CNN Turk í gegnum Skype á meðan hún sat í sjónvarpsveri. „Við komumst í gegnum þetta,“ sagði hann og bætti við að þeim, sem standi fyrir valdaráninu, muni ekki takast ætlunarverk sitt og að þeim verði refsað.

Nú liggja útsendingar ríkismiðilsins TRT niðri samkvæmt Sky News en það var í þeirra útsendingu sem valdaránið var staðfest. Greint hefur verið frá því að hermenn séu staddir í TRT samkvæmt myndum á Twitter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert