Ellefu haldið í flugstöð

6.000 manns hafa verið handteknir í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi …
6.000 manns hafa verið handteknir í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi á föstudaginn. AFP

Tyrknesk yfirvöld eru með yfirmann í flugher landsins og tugi annarra, sem eru grunaðir um að tengjast valdaránstilrauninni í landinu, í haldi í flugstöð sem notuð er af Bandaríkjaher við loftárásir í Sýrlandi.

Hershöfðinginn Bekir Ercan Van var handtekinn ásamt 11 undirmönnum sínum í gær í Incirlik-flugstöðinni í suðurhluta Tyrklands. Þá var einn lögreglumaður af flugstöðinni einnig handtekinn.

Allir eru grunaðir um aðild að valdaránstilrauninni á föstudaginn. Að sögn embættismanna gruna yfirvöld að Incirlik flugstöðin hafi verið notuð af uppreisnarmönnum til þess að setja eldsneyti á herþotu sem þeir notuðu við valdaránstilraunina á föstudagskvöldið.

Flugstöðin er mikilvæg miðstöð fyrir Bandaríkjaher á svæðinu en á síðasta ári samþykktu Tyrkir að leyfa hernum að nýta stöðina í baráttunni við hryðjuverkasamtök eins og Ríki íslams.

Bandaríkin sögðu í dag að herinn sé nú byrjaður að nýju að nota flugstöðina eftir að henni var lokað í kjölfar valdaránstilraunarinnar.

6.000 manns hafa verið handteknir í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi á föstudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert