Norður-Kórea skaut eldflaugum á loft

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu skutu í nótt þremur eldflaugum í sjóinn undan austurströnd landsins, að sögn yfirvalda í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu.

Flaugunum var skotið frá Hwangju-héraðinu og flugu þær um 500 til 600 kílómetra út í hafið.

Tvær eldflauganna voru skammdrægar, að sögn bandarískra sérfræðinga.

Talið er að eldflaugaskotin séu svar norðurkóreskra stjórnvalda við áformum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu um að setja upp loftvarnarkerfi til þess að verjast hótunum úr norðri.

Norður-Kór­eu­menn hófu eld­flauga­tilraun­ir í fe­brú­ar síðastliðnum þrátt fyr­ir ít­rekuð bönn við slíku.

Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvar loft­varna­kerfið verður staðsett.

Hwang Kyo-ahn, forsætisráðherra Suður-Kóreu, segir að tilraunirnar hafi verið sjaldgæfar áður fyrr, en nánast linnulausar það sem af er árinu.

„Ógnin við þjóðaröryggi okkar hefur aukist mjög fljótt á skömmum tíma,“ segir hann.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert