30-40 drengir umkringdu stúlkurnar

Mál 35 ára gamals karlmanns sem handtekinn var vegna kynferðisbrot eftir opnunarhátíðina á Gothia Cup í Svíþjóð í vikunni hefur nú undið upp á sig. Við frekari rannsókn kom í ljóst að um var að ræða þjálfara eins knattspyrnuliðsins sem tók þátt á mótinu.

Sjá frétt mbl.is: Braut gegn stúlkum á Gothia Cup

Þjálfarinn á, ásamt 30-40 drengjum úr liðinu, að hafa umkringt stelpurnar, kysst þær og káfað á þeim. Karlmaðurinn var handtekinn en enginn drengur úr liðinu. Hefur nú verið ákveðið að reka liðið úr keppni og er það á leið til síns heimalands nú. 

Í gær funduðu fulltrúar mótsins með fulltrúum frá liðinu þar sem þeim var sagt að liðið yrði rekið úr keppni. Drengirnir í liðinu eru í frétt SVT sagðir hafa sýnt ákvörðuninni skilning. 

Framkvæmdastjóri mótsins segir að það hafi aldrei komið upp áður svipuð tilfelli þar sem lið er rekið heim af mótinu. Segir hann að Gothia Cup ætli sér að vera í fararbroddi gegn kynferðisbrotum. „Ég er þegar farinn að hugsa um framtíðina. Gothia Cup á að vera í fararbroddi gegn svona brotum. Stundum verður maður bara að segja stopp. Á næsta ári ætlum við að sýna að okkur stendur ekki á sama í svona málum. Við ætlum að sýna það með hætti sem vekur eftirtekt,“ segir Dennis Andersson framkvæmdastjóri mótsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert