Fóru í pilsi í skólann í mótmælaskyni

George Boyland, Jesse Stringer, Kodi Ayling, og Michael Parker klæddust …
George Boyland, Jesse Stringer, Kodi Ayling, og Michael Parker klæddust pilsum í mótmælaskyni. Ljósmynd/BBC

Ákvörðun skólayfirvalda í gagnfræðiskólanum Longhill í suðausturhluta Englands um að meina nemendum að klæðast stuttbuxum á heitum sumardegi sl. þriðjudag olli þó nokkrum titringi meðal hluta nemenda og forelda þeirra.

Í frétt BBC segir að hátt í 20 drengir hafi mætt í stuttbuxum í skólann á heitum sumardegi en þeim gert að skipta yfir í síðbuxur við komuna í skólann. Þeir sem neituðu að skipta um klæðnað voru ýmist sendir heim eða færðir í yfirsetu í refsiskyni.

En fjórir drengir dóu ekki ráðalausir. Tveimur dögum eftir að atvikið kom upp mættu þeir íklæddir pilsi í skólann. Kate Williams, kennslustjóri Longhill-skólans, sagði í samtali við fjölmiðla að það hefði verið í lagi þar sem pilsin væru hluti af viðurkenndum skólabúningi skólans.

„Ég geri miklar kröfur varðandi skólabúninginn, og í dag, í þessu heita veðri, hafa um það bil tvö prósent foreldra gert athugasemdir við þessar kröfur,“ sagði kennslustjórinn í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér daginn sem drengjunum var gert að fjarlægja síðbuxurnar.

Í samtali við BBC segir móðir eins þeirra fjögurra drengja sem mættu í pilsunum að þremur þeirra hafi verið skipað að fjarlægja pilsin þegar þeir komu í skólann, sem fer ekki saman við fullyrðingar kennslustjórans. Sagði móðirin að drengirnir hefðu neitað að skipta pilsunum út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert