Tim Kaine er varaforsetaefni Clinton

Hillary Clinton og Tim Kaine.
Hillary Clinton og Tim Kaine. AFP

Tim Kaine er varaforsetaefni Hillary Clinton. Þetta var tilkynnt nú rétt eftir miðnætti, en landsþing demókrata hefst á mánudaginn í Philadelphiu. Munu Clinton og Kaine halda sameiginlegan framboðsfund á morgun.

Kaine er öldungadeildarþingmaður fyrir Virginíu en var áður ríkisstjóri þar og þar áður borgarstjóri Richmond, höfuðborgar ríkisins. Hann þykir sjóaður í bæði inn­an- og ut­an­rík­is­mál­um og hef­ur átt sæti í hernaðar- og ut­an­rík­is­mála­nefnd­um öld­unga­deild­ar­inn­ar, auk fjár­laga­nefnd­ar­inn­ar.

Kaine er kaþólsk­ur, tal­ar spænsku reiprenn­andi og hef­ur unnið að því að afla sér fylg­is meðal fram­sæk­inna kjós­enda. Hann ít­rekaði t.d. ný­verið stuðning sinn við niður­stöðuna í máli Roe gegn Wade, en dóm­ur­inn tryggði banda­rísk­um kon­um rétt­inn til fóst­ur­eyðinga.

Þar sem erfitt er að spá um úr­slit í Virg­in­íu í bar­áttu Cl­int­on og Trump gæti Kaine reynst Cl­int­on ómet­an­leg­ur bandamaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert