Átta létust þegar bát hvolfdi

AFP

Að minnsta kosti átta manns létu lífið þegar bát hvolfdi suður af héraðinu Johor í Malasíu í gærkvöldi. Fjölmargra, yfir tuttugu manns, er enn saknað.

Fórnarlömbin voru öll frá Indónesíu.

Malasískir björgunarmenn fundu átta lík í sjónum í nótt. Yfir sextíu manns voru um borð í bátnum sem var á leið til Batam í Indónesiu þegar honum hvolfdi.

Alls hefur 34 manns verið bjargað, en umfangsmikil leit stendur enn yfir. Leitað er á átta kílómetra svæði í kringum svæðið þar sem bátnum hvolfdi.

Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli slysinu.

Frétt Reuters

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert