Gætu þurft að bíða í fjórtán tíma

Miklar umferðartafir eru á leiðinni.
Miklar umferðartafir eru á leiðinni. AFP

Ökumenn á leið til Dover á suðurströnd Englands gætu þurft að bíða í bílnum sínum í allt að fjórtán klukkutíma vegna tafa við landamæraeftirlit.

Löng röð bifreiða myndaðist á hraðbrautum í Kent á Englandi í gær. Flestir ökumenn eru á leiðinni til Frakklands en þangað komast þeir með bílferju frá Dover.

Bresk stjórnvöld sögðust í morgun hafa hjálpað Frökkum við landamæraeftirlitið í nótt. Skortur er á starfsfólki í franska landamæraeftirlitinu og er það helsta ástæða tafanna. Eftirlitið þykir jafnframt nokkuð strangt og tímafrekt.

Vandræðin hófust strax á föstudagskvöldinu og má búast við töfum fram á morgundag, að sögn lögreglunnar.

Lögreglan í Kent segist ætla að stjórna umferðinni í héraðinu til þess að draga úr bílamegnun.

Gætu bílstjórar þurft að bíða í allt að fjórtán klukkustundir á leiðinni til Dover, tólf klukkustundir í umferðinni og aðrar tvær á bryggjunni í Dover.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert