Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð

AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Yfirlýsing þess efnis birtist á Amaq, vef samtakanna, í morgun.

Í það minnsta 21 maður lét lífið í sjálfmorðsárásinni en hún átti sér stað í íbúðarhverfi sjíta-múslima í norðurhluta borgarinnar. Að minnsta kosti 35 særðust í árásinni, að sögn yfirvalda í Írak.

Aðeins tvær vikur eru frá mannskæðum hryðjuverkaárásum samtakanna í Karrada-verslunarhverfinu í Bagdad, en þá létust hátt í 300 manns.

Nokkrum dögum síðar lýstu samtökin yfir ábyrgð á annarri sprengjuárás, nú á bænastað sjíta í Balad, sjötíu kílómetra norður af Bagdad. Fjörutíu létu lífið í árásinni.

Vígamenn samtakanna hafa gert fjölmargar árásair í borginni en flestar þeirra hafa beinst að írönskum hermönnum og sjíta-múslimum.

Frétt mbl.is: Sex féllu í sprengjuárás í Bagdad

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert