Sex féllu í sprengjuárás í Bagdad

AFP

Að minnsta kosti sex létu lífið og tuttugu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í norðvesturhluta Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun.

Árásin var gerð í hverfi sjíta-múslima í borginni.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í frétt Reuters er bent á að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafi reglulega gert árásir í borginni sem beinast fyrst og fremst að landamærastöðvum og óbreyttum borgurum.

Vígamenn samtakanna stóðu til að mynda á bak við sjálfmorðssprengjuárás í Karrada-hverfinu í Bagdad fyrr í mánuðinum, en þá létust alls 292.

Heimildarmenn Reuters á Kadhimiya-sjúkrahúsinu, þangað sem fórnarlömb árásarinnar voru flutt í morgun, segja að tala látinna gæti hækkað. Ástand margra hinna særðu sé alvarlegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert