Thorbjörn Fälldin er látinn

Thorbjörn Fälldin, forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1976 til 1978.
Thorbjörn Fälldin, forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1976 til 1978. Ljósmynd/Wikipedia

Thorbjörn Fälldin, forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1976 til 1978, lést í gærkvöldi á heimili sínu í Ramvik. Fälldin fæddist í apríl árið 1926 og var því níræður þegar hann lést.

Þegar Fälldin tók við embætti forsætisráðherra varð hann fyrsti einstaklingurinn til að gegna embættinu í 40 ár sem var ekki úr röðum Sósíaldemókrataflokks Svíþjóðar. Þá var hann sá fyrsti í áratugi til að gegna embættinu án þess að hafa haft atvinnu af stjórnmálum frá unglingsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert