Biðja Sanders afsökunar

Stuðningsmenn Bernie Sanders láta mikið í sér heyra á fyrsta …
Stuðningsmenn Bernie Sanders láta mikið í sér heyra á fyrsta degi flokksþings Demókrataflokksins. AFP

Flokksstjórn Demókrataflokksins bað í dag Bernie Sanders afsökunar á tölvupóstum sem benda til að þess að for­ystu­menn flokks­ins hafi reynt að grafa und­an forsetaframboði Sand­ers og sagði póstana „ófyrirgefanlega“.

„Við viljum biðja Sanders, stuðningsmenn hans og Demókrataflokkinn í heild afsökunar á þeim ófyrirgefanlegu athugasemdum sem koma fram í tölvupóstunum,“ sagði í yfirlýsingu frá flokksstjórn Demókrataflokksins við upphaf fjögurra daga flokksfundar í Fíladelfíu þar sem Hillary Clinton á formlega að hljóta útnefningu sem forsetaframbjóðandi flokksins.

„Þessar athugasemdir eru ekki lýsandi fyrir gildi flokksstjórnarinnar, né fyrir staðfasta trú okkar á hlutleysi við valferlið.“

Stuðningsmenn Sanders voru duglegir að láta í sér heyra á fyrsta degi flokksþingsins, en þeir púuðu á ýmsa ræðumenn og hrópuðu: „Bernie! Bernie! Bernie!“

Þrátt fyrir hávær mótmæli í Fíladelfíu bendir skoðanakönnun á vegum Pew Research til þess að 90% stuðningsmanna Sanders ætli að kjósa Clinton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert