Fjórir létust í skotárás í Texas

AFP

Fjórir létust, þar af eitt barn, og einn særðist í skotárás í borginni Bastrop í Texas í gær. Árásin var gerð í íbúðakjarna, þrjú hinna látnu voru í kringum tvítugt. Barnið var þriggja ára gamalt. Annað barn er á sjúkrahúsi eftir árásina.

Í fyrstu fréttum af árásinni kom fram að árásarmaðurinn væri á meðal hinna látnu, en lögregla hefur ekki staðfest það. Málið er nú í rannsókn.

Að sögn lögreglu í Bastrop eru hin látnu 21 árs gamli Alejandro Martinez, 21 árs gamla Erica Rodriguez, 20 ára gamla Paula Nino og þriggja ára gamall drengur. Lögregla hefur ekki gefið út frekari upplýsingar um málið, þar sem rannsóknin stendur yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert