Gáfu ungbörnum hláturgas

Hláturgasi var dælt inn í kerfið í stað súrefnis.
Hláturgasi var dælt inn í kerfið í stað súrefnis. AFP

Ungbarn lést á sjúkrahúsi í Sydney og annað er í lífshættu eftir að hláturgasi (e. nitrous oxide) var dælt um öndunarveg þeirra í stað súrefnis. Hláturgas nefnist einnig nítró á íslensku.

Heilbrigðisráðherra New South Wales, Jillian Skinner, harmar atvikið innilega en um mannleg mistök var að ræða. 

Ungbörnin fæddust í júní og júlí. Röngu gasi hafði verið komið fyrir á sjúkrahúsinu og höfðu starfsmenn þess ekki áttað sig á því. Annað barnið lést á föstudag og hitt berst enn fyrir lífi sínu.

BOC limited, fyrirtækið sem sér um að afhenda gasið, hafði skipt um birgðirnar á sjúkrahúsinu í fyrra. Var skiptingin vottuð af fyrirtækinu sjálfu. 

Það var ekki fyrr en barnið lést sem ábending barst um að mögulega væri búnaðurinn, sem dæla á súrefni til barna á vökudeildinni, ekki rétt tengdur. Í ljós kom að það reyndist rétt. Í stað súrefnis var hláturgasi dælt í gegnum kerfið.

Frétt Guardian um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert