Lögreglumaður sektaði sjálfan sig

Norskur lögreglubátur.
Norskur lögreglubátur. Af Wikipedia

Norskur lögreglumaður sektaði sjálfan sig fyrir að hafa ekki notað björgunarvesti þegar við átti.

Mynd af lögreglumanninum Arne Stafnes birtist í dagblaðinu Verdens Gang. Hann var þá við skyldustörf, að sigla lögreglubát að Útey þar sem voðaverkin voru framin fyrir fimm árum. 

Margir lesendur gerðu athugasemd við myndina og höfðu tekið eftir því að stýrimaðurinn, lögreglumaðurinn Stafnes, fór ekki að lögum því hann var ekki í björgunarvesti. Notkun þeirra er skylda í Noregi í bátum sem eru átta metrar eða styttri.

Lögreglumaðurinn strangheiðarlegi tók snarlega til sinna ráða og birti mynd af sektarmiða. Hann hafði sum sé sektað sjálfan sig fyrir lögbrotið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert