Dómstólar úrskurða um framboð Corbyns

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins. AFP

Dómstóll í Bretlandi tekur í dag ákvörðun um það hvort Jeremy Corbyn verði á kjörseðlinum í leiðtogakjöri Verkamannaflokksins í Bretlandi. Einn flokksmeðlimur kærði ákvörðun framkvæmdastjórnar flokksins varðandi túlkun á reglum um leiðtogaframboð.

Sjá skýringu mbl.is: Þarf sitjandi formaður tilnefningar?

Frambjóðendur til leiðtoga flokksins þurfa að fá tilnefningar frá 50 þingmönnum eða Evrópuþingmönnum. Jeremy Corbyn nýtur ekki stuðnings svo margra þingmanna, en framkvæmdstjórn Verkamannaflokksins metur það þannig að þar sem hann sé sitjandi formaður og gefi kost á sér áfram sé rétt að hann verði á kjörseðlinum. Með nafni hans á kjörseðlinum verður nafn Owens Smiths einnig að finna. 

Owen Smith býður sig fram gegn Jeremy Corbyn, sitjandi leiðtoga …
Owen Smith býður sig fram gegn Jeremy Corbyn, sitjandi leiðtoga Verkamannaflokksins. Ljósmynd/Itv

Michael Foster, fjárhagslegur bakhjarl og fyrrverandi frambjóðandi flokksins, kærði ákvörðunina til High Court í Lundúnum. Málflutningur í málinu fór fram í dag og er búist við að dómstóllinn taki ákvörðun síðar í dag.

Lögmenn framkvæmdastjórnar Verkamannaflokksins sögðu í sínum málflutningi að dómstóllinn ætti að fara varlega í að endurskoða ákvarðanir er varða innra starf stjórnmálaflokka í landinu og að slík ákvörðun gæti sett mikilvægt fordæmi í slíkum málum í framtíðinni.

Sjá frétt mbl.is. 183 þúsund skráð sig í flokkinn

Þingflokkur Verkamannaflokksins lýsti fyrir skömmu yfir vantrausti á Jeremy Corbyn og því ljóst að hann nýtur ekki mikils stuðnings innan veggja þingsins. Hann nýtur hins vegar talsverðs stuðnings innan grasrótarinnar og hafa á undanförnum vikum borist margar nýskráningar í flokkinn og telja stjórnmálaskýrendur að þar séu helst á ferðinni fleiri stuðningsmenn Corbyns. 

Sjá frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert