Hillary formlega tilnefnd

Demókratar binda vonir við að Hillary Clinton verði fyrsta konan …
Demókratar binda vonir við að Hillary Clinton verði fyrsta konan til að sitja í Hvíta húsinu. AFP

Hillary Clinton hefur verið tilnefnd forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Það var öldungadeildarþingmaðurinn Barbara Mikulski frá Maryland sem tilnefndi Clinton, en fulltrúadeildarþingmaðurinn John Lewis frá Georgiu studdi tilnefninguna.

Nú fer fram atkvæðagreiðsla um tilnefninguna, en hún er skilyrði formlegrar útnefningar. Atkvæðagreiðslan fer þannig að fulltrúar demókrata í hverju ríki fyrir sig tilkynna hversu margir kjörmenn greiða hverjum frambjóðanda atkvæði sitt.

Landsþing Demókrataflokksins í beinni útsendingu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert