MelaniaTrump.com horfin af netinu

Vefslóð Melaniu Trump vísar nú á síðu Donald Trump.
Vefslóð Melaniu Trump vísar nú á síðu Donald Trump. AFP

Vefsíða Melaniu Trump, eiginkonu viðskiptajöfursins og forsetaframbjóðandans Donalds Trump, er horfin af netinu. Þeir sem freista þess að fara inn á MelaniaTrump.com rata nú beina leið á vefsíðu eiginmannsins, Trump.com. Fjölmiðlar vestanhafs hafa leitt að því líkur að hvarf síðunnar megi rekja til uppljóstrana um fleipur í ferilskrá Melaniu.

Að sögn tveggja slóvenskra blaðamanna, sem rituðu ævisögu Melaniu, sótti hún háskóla í eitt ár en Trump-kosningamaskínan hefur haldið því fram að hún hafi lokið háskólagráðu. Á ferilskrá Melaniu, sem finna mátti á MelaniaTrump.com, stóð að hún hefði lokið gráðu í hönnun og arkitektúr við háskóla í Slóveníu, en þetta draga ævisagnahöfundarnir og fleiri í efa.

Ævisagan umrædda ber heitið Melania Trump - The Inside Story: From a Slovenian Communist Village to the White House.

Melania hefur þegar verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa stolið hluta ræðu sinnar á landsþingi repúblikana úr ræðu Michelle Obama frá 2008, og því mögulegt að MelaniaTrump.com hafi verið tekin niður til að forða því að Trump-hjónin væru staðin að því að hafa logið til um menntun Melaniu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert