Bikiní-löggan yfirbugaði þjóf

Kellner yfirbugaði þjófinn. Hún segir engu máli skipta þótt hún …
Kellner yfirbugaði þjófinn. Hún segir engu máli skipta þótt hún hafi verið á sundfötum, hún hefði gert hið sama þótt hún hefði verið nakin. Skjáskot/Instagram

Lögreglukona á frívakt yfirbugaði þjóf er hún var í sólbaði ásamt vinum sínum í Stokkhólmi. Í viðtali við Aftonbladet segist hún hafa elt þjófinn eftir að hann stal farsíma.

Lögreglukonan heitir Mikaela Kellner og hefur málið vakið mikla athygli í Svíþjóð og út fyrir landsteinana þar sem viðbrögð hennar þykja hafa verið skjót og örugg. „Ég hefði brugðist eins við þótt ég hefði verið nakin,“ segir hún í samtali við Aftonbladet.

Kellner birti mynd af sér í átökum við þjófinn á Instagram og hefur hún fengið meira en 9.000 læk á tveimur dögum. 

Atvikið átti sér stað í Ralambshov-garðinum á miðvikudag. Maður kom að vinahópnum og sagðist vera að selja eitthvað til styrktar heimilislausum. Hann hafði þó allt annað í huga. Hann vafraði í kringum hópinn um stund og er hann fór tók vinkona lögreglukonunnar eftir því að síminn hennar var horfinn.

„Ég mátti engan tíma missa svo ég hljóp á eftir honum,“ segir Kellner. „Ein vinkona mín, sem einnig er lögreglumaður, kom með mér og við náðum honum. Hann reyndi að sleppa svo við þurftum að halda honum.“

Lögreglumaður á vakt kom svo að og handtók manninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert