Herskip nefnt í höfuðið á baráttumanni

Harvey Milk var myrtur aðeins 11 mánuðum eftir að hann …
Harvey Milk var myrtur aðeins 11 mánuðum eftir að hann tók sæti í borgarstjórn San Francisco. Mynd/Wikipedia

Bandaríski sjóherinn mun nefna herskip sem nú er í byggingu USNS Harvey Milk, til heiðurs stjórnmálamanninum og baráttumanni fyrir réttindum samkynhneigðra Harvey Milk.

Milk var einn fyrsti stjórnmálamaðurinn í Bandaríkjunum sem greindi frá því opinberlega að hann væri samkynhneigður. Sem ungur maður var hann í sjóhernum og tók hann meðal annars þátt í Kóreustríðinu. 

Árið 1977 náði Milk kjör til borgarstjórnar í borginni San Francisco í Bandaríkjunum. Hann beitti sér af miklum krafti fyrir réttindum samkynhneigðra og náðist talsverður árangur á því tæpa ári sem hann sat í borgarstjórninni. Aðeins 11 árum eftir að hann náði kjöri var hann hins vegar skotinn til bana ásamt George Moscone, borgarstjóra San Francisco. Morðinginn var Dan White borgarfulltrúi, sem hafði þá nýlega sagt af sér embætti en vildi aftur taka sæti í borgarstjórninni.

Milk varð fljótt goðsögn í LGBT-samfélaginu í San Francisco. Árið 2009 voru honum veitt frelsisverðlaun Bandaríkjaforseta.

Stuart Milk, frændi Harveys, tekur á móti frelsisverðlaunum Bandaríkjaforseta fyrir …
Stuart Milk, frændi Harveys, tekur á móti frelsisverðlaunum Bandaríkjaforseta fyrir hönd frænda síns árið 2009.

Scott Wiener, stjórnmálamaður í San Francisco sem leitt hefur baráttuna fyrir því að herskip verði nefnt í höfuðið á Milk, segir daginn í gær hafa verið stórkostlegan. „Þegar Harvey Milk gegndi hermennsku gat hann ekki greint frá því opinberlega hver hann væri í raun og veru. Í dag erum við stolt af því fólki sem gegnir hermennsku og við styðjum fólk eins og það er,“ skrifaði Wiener í tilefni dagsins. 

Sjá frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert